Fékk í skrúfuna

Rifsari SH kemur með Sveinbjörn Jakobsson til hafnar í Ólafsvík
Rifsari SH kemur með Sveinbjörn Jakobsson til hafnar í Ólafsvík mynd/Alfons

Dragnótarbáturinn Sveinbjörn Jakobsson SH 10 varð síðdegis fyrir því óhappi að fá dragnótarbelginn í skrúfuna. „Við vorum að kasta  á Skarðsvíkinni en þá kom stór alda og myndaðist sog og svo fór belgurinn í skrúfuna,“ sagði Egill Þráinsson skipstjóri á Sveinbirni.

Egill sagði, að vont verið hefði verið á svæðinu, suðvestan 14 metrar á sekúndu og mikill sjór. Hann sagði, að þeir hefðu kallað á Rifsara SH-70 til aðstoðar en hann var á veiðum á sama stað. Dró báturinn Sveinbjörn Jakobsson til hafnar í Ólafsvík,og gekk ferðin vel þrátt fyrir leiðindaveður.

Ráðgert er að kafari skeri úr skrúfu bátsins þegar  lægir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert