Lögreglunni á Selfossi bárust á föstudag upplýsingar um að ólag væri á lögskráningu nokkura áhafnarmeðlima báts sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Við skoðun málsins kom í ljós að í það minnsta sex áhafnarmeðlimir voru ekki lögskráðir á bátinn.
Að sögn lögreglu vantaði upp á réttindi og námskeið skipverjanna til að þeir uppfylltu lögskráningarskilyrði. Skipstjóri bátsins var yfirheyrður og verður málið í framhaldi af því verða sent til ákæruvalds.