Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík sagði eftir blaðamannafund Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Valhöll að borgarbúar eigi betra skilið.
„Það er mikið áhyggjuefni þegar borginni er ekki stjórnað vegna glundroðans í Sjálfstæðisflokknum, risminni blaðamannafund höfum við ekki séð: Forystan er ósýnileg, aðrir borgarfulltrúar hafa sniglast út og Vilhjálmur situr einn eftir. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkurinn gerir Vilhjálm ekki að borgarstjóra en í flokki glundroðans liggur ekki fyrir hver getur tekið við. Á meðan er rekur borgin á reiðanum en við erum reiðubúin að taka við“ segir Svandís, á vef Vinstri grænna.