Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst

Vilhjálmur ásamt samherjum sínum Jórunni, Júlíusi Vífli og Hönnu Birnu
Vilhjálmur ásamt samherjum sínum Jórunni, Júlíusi Vífli og Hönnu Birnu mbl.is/Brynjar Gauti

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ekki hafa viljað tjá sig um málefni borgarstjórnar Reykjavíkur undanfarna daga þar sem hann hafi viljað fara yfir sín mál með samstarfsmönnum sínum, vinum og fjölskyldu. Þá sakaði hann fjölmiðlamenn um að hamra á því sem kæmi honum verst í málinu og vísaði þar m.a til ummæla sinna í sjónvarpsþættinum Silfri Egils.

Það vakti athygli að aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir er Vilhjálmur ræddi við blaðamenn heldur yfirgáfu þeir fund borgarstjórnarflokksins hver af öðrum og vísuðu alfarið á Vilhjálm varðandi það sem þar hafi komið fram.

Vilhjálmur sagðist eftir fundinn telja sig hafa axlað ábyrgð í REI málinu með því að missa borgarstjórnarstólinn og leggja sig síðan allan fram um að reyna að bæta fyrir þau mistök sem gerð hafi verið í málinu. Þá sagðist hann ekki sjá að borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafi axlað sína ábyrgð í REI-málinu með sama hætti og sjálfstæðismenn enda virðist það hafa gleymst að þeirra fulltrúi hafi samþykkt það samkomulag sem málið snúist um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert