Dyravörður dæmdur fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundið, fyrir að ráðast á erlenda feðga, sem sátu við borð utan við veitingahús í Reykjavík ásamt fleiri mönnum en árásarmaðurinn starfaði sem dyravörður á veitingahúsinu.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða feðgunum samtals tæplega 310 þúsund krónur í bætur og kostnað. Annar feðganna rotaðist og skarst í andliti en hinn fékk bitsár á fingri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert