Gegnumlýsingarbíllinn kemur ekki fyrr en í haust

Gegnum­lýs­ing­ar­bíll­inn, sem átti að koma snemma á þessu ári, kem­ur ekki til lands­ins fyrr en í októ­ber, að sögn Snorra Ol­sen, toll­stjóra í Reykja­vík.

„Svo þarf starfs­fólkið að læra á búnaðinn en koll­eg­ar mín­ir er­lend­is segja að menn finni ekki mikið á fyrsta degi því tals­verða þjálf­un þarf í að lesa úr mynd­un­um,“ seg­ir Snorri.

Hver bíll er sér­smíðaður eft­ir þörf­um kaup­and­ans, sem m.a. vel­ur gegnum­lýs­ing­ar­búnað, skjái, ör­ygg­is­búnað og grind. Þrjú til­boð bár­ust í verkið í haust og varð kín­verskt fyr­ir­tæki fyr­ir val­inu. Það vinn­ur nú að smíð bíls­ins, en um er að ræða nýj­ustu út­færslu slíkra tækja og það besta á markaðnum, að sögn Snorra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert