Heppinn að stórslasast ekki við innbrot

Karlmaður sem reyndi að brjótast inn í liðinni viku í Vestmannaeyjum er heppinn að hafa ekki stórslasast við innbrotið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn hafði brotið rúðu í útidyrahurð og var kominn hálfur inn er lögreglu bar að. Maðurinn, sem var í nærbuxum einum fata, lá með magann ofan á glerbrotum sem stóðu upp úr gluggafalsinu, er lögregla bjargaði honum.

Hann sakaði hins vegar ekki og einu áverkarnir sem hann fékk var skurður á hendi.  Maðurinn gat engar skýringar gefið á athæfi sínu og bar við minnisleysi sökum ölvunar. Fékk hann að gista fangageymslur lögreglunnar um nóttina, samkvæmt dagbók lögreglu í Vestmannaeyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka