Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum

Talsmaður neytenda segir á heimasíðu sinni, að hann telji rétt að reyna til þrautar að ná samkomulagi um hvernig neytendur geti afþakkað fjölpóst og eftir atvikum fríblöð

Segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, að lagasetning sé þrautalendingin en best sé að semja um að neytendur geti einnig afþakkað fjölpóst sem skotið er inn í fríblöð.

Nú er starfandi vinnuhópur Póst- og fjarskiptastofnunar um fríblöð og fjölpóst. Skorar Gísli á hópinn  að reyna til þrautar að ná sem fyrst samkomulagi sem tryggir rétt neytenda í þessu efni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert