Ökumenn að tala í símann undir smásjánni

mbl.is/Júlíus

Um­ferðareft­ir­lit lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu bein­ist þessa dag­ana sér­stak­lega að því hvort öku­menn séu að tala í sím­ann án þess að nota hand­frjáls­an búnað, að því er fram kem­ur í frétt á Lög­reglu­vefn­um í dag.

Lög­regl­an fylg­ist einnig grannt með því að bíl­belt­in séu spennt og að hleðsla og frá­gang­ur á farmi sé sam­kvæmt sett­um regl­um. Reglu­legt eft­ir­lit með ölv­unar­akstri er sömu­leiðis ávallt til staðar og mega öku­menn bú­ast við að verða stöðvaðir vegna þessa víðsveg­ar í um­dæm­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert