Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur.

Stjórn starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur hvetur stjórn fyrirtækisins og borgarstjórn Reykjavíkur til að standa vörð um hið  orðspor Orkuveitunnar og veita starfsfólki og stjórnendum fyrirtækisins stuðning á umbrotatímum.

„Orkuveitan er traust og ábyrgt fyrirtæki í almannaþjónustu sem veitir viðskiptavinum sínum aðgang að nægri orku og vatni með fullnægjandi gæðum og afhendingaöryggi. Orkuveitan er mikilvægt þjónustufyrirtæki sem rekið er í þágu almennings og á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna. Deilur á opinberum vettvangi um hlutverk Orkuveitunnar og vangaveltur um framtíð stjórnenda eru óheppilegar og til þess fallnar að skapa óvissu og skaða starfsanda og ímynd fyrirtækisins. Orkuveitan veitir meira en helmingi landsmanna grunnþjónustu og eigendur eru fleiri en Reykvíkingar. Starfsumhverfi og starfsfriður í Orkuveitunni er því ekki einkamál þeirra," segir í ályktun starfsmannafélagsins.

Hvetur félagið stjórnmálamenn til að stuðla að því að friður skapist um starfsemi fyrirtækisins og að starfsfólki verði búið friðvænlegt andrúmsloft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert