Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt átján ára pilt í fjögurra mánaða skilorsðbundið fangelsi fyrir að slá annan mann í höfuðið  og handlegg með hafnaboltakylfu. Þetta gerðist utan við skemmtistað í Reykjavík í maí 2006 þegar pilturinn var 16 ára.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið sérlega hættuleg, tilefnislaus og ófyrirleitin. Hins vegar hafi afleiðingar árásarinnar ekki verið alvarlegar og einnig var tekið tillit til þess, að ákæra var ekki gefin út fyrr en ári eftir að rannsókn málsins lauk.

Pilturinn var einnig dæmdur til að greiða manninum sem hann réðist á 105 þúsund krónur í bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert