Umboðsmaður Alþingis hefur ekki lokið umfjöllun um REI-málið, en hann sendi í október á síðasta ári sveitarfélögunum sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur 12 spurningar um stofnun dótturfélagsins Reykjavik Energy Invest og meðferð á eignarhlut í REI þegar ákveðið var að sameina það Geysi Green Energy. Sveitarfélögin hafa svarað spurningunum, en Reykjavíkurborg mun ætla að gefa umboðsmanni frekari skýringar.
Umboðsmaður Alþingis tók málið upp að eigin frumkvæði. Ekkert liggur fyrir um hvenær hann lýkur umfjöllun um málið.