„Sjálfstæðisflokkurinn viðurkennir að vandinn er hjá þeim. Það liggur fyrir að Vilhjálmur ætlar ekki að taka við borgarstjórastólnum aftur, en jafnframt að það er slíkur glundroði í þeirra hópi að ekki er á hreinu hver tekur við,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
„Á meðan á þessu rugli stendur hjá Sjálfstæðisflokknum er borginni ekki stjórnað. Það er mikið áhyggjuefni því borgarbúar og starfsfólk borgarinnar eiga betra skilið."