Tilboð í kerskála álvers Norðuráls í Helguvík opnuð

Undirbúningur að byggingu álvers Norðuráls í Helguvík er á áætlun. Ákvörðunar um það hvenær bygging álversins verður hafin er að vænta innan skamms, að sögn Ágústs Hafberg, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli. „Við höfum alltaf áformað að hefja framkvæmdir á þessu ári og við höfum unnið eftir þeim áætlunum og þær standast,“ sagði Ágúst.

Tilboð í byggingu kerskálans voru opnuð í síðustu viku. Ágúst sagði Norðurál alltaf hafa lagt áherslu á að vinna með íslenskum verktökum og því var leitað til Íslenskra aðalverktaka, Ístaks og ÞG-verktaka um að gera tilboð.

„Við byggjum þetta í áföngum og þess vegna getum við notað íslenska verktaka. Við höfum frábæra reynslu af því,“ sagði Ágúst. Nú er verið að fara yfir tilboðin en þau eru flókin og tekur sú vinna nokkrar vikur. Ágúst sagði tilboðin hafa verið áþekk hvert öðru og að verkið væri af stærðargráðunni 5-7 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert