140 fá aðstoð við íslensku sem annað mál

 „Grunnskólanemum sem þurfa aðstoð við íslensku sem annað mál hefur fjölgað mikið, sérstaklega í vetur enda hefur fjölgað mikið í bænum,“ segir Dröfn Rafnsdóttir sem tók til starfa sem kennsluráðgjafi hjá sérfræðiþjónustu Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar um áramótin. Hlutverk hennar er að skipuleggja móttöku og íslenskukennslu barna innflytjenda.

Nú fá liðlega 140 nemendur grunnskóla Reykjanesbæjar kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Eru það um 7% allra grunnskólanemenda sem eru liðlega tvö þúsund talsins. Á undanförnum árum hafa flest börn innflytjenda verið í Myllubakkaskóla þar sem rekin hefur verið sérstök deild fyrir íslenskunám og lögun að samfélaginu. Dröfn Rafnsdóttir tók þátt í að byggja upp þessa deild eftir að Reykjanesbær tók við hópi flóttamanna frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Flestir innflytjendurnir settust að í miðbænum og börnin sækja því nám í Myllubakkaskóla.

Dröfn segir að sú breyting hafi nú orðið að börn innflytjenda dreifist meira á alla skóla bæjarins. Í skólum þar sem áður voru örfáir einstaklingar sem þurftu aðstoð við íslenskuna séu þeir nú orðnir yfir tuttugu. Í yngsta og fámennasta skóla bæjarins, Akurskóla, eru nú fimmtán börn sem fá aðstoð við íslensku sem annað mál. Nemendurnir sem þurfa aðstoð við íslenskuna eru ekki endilega börn úr hefðbundnum fjölskyldum innflytjenda sem eru að flytjast til landsins. Dröfn segir að talsvert sé um að fólk af erlendu bergi brotið sé að flytja úr öðrum landshlutum og svo sé áberandi mikið um að fólk sem sé að snúa heim úr námi eða starfi erlendis setjist að í Reykjanesbæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert