ASÍ gagnrýnir frumvarp um leik- og grunnskóla

Alþýðusamband Íslands hefur lagt fram umsögn um frumvörp um leikskóla og grunnskóla og eins frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. ASÍ segist telja margt jákvætt í þessum frumvörpum en gerir engu að síður alvarlegar athugasemdir við nokkra þætti þeirra.

Meðal þess sem gagnrýnt er í fyrrnefndum frumvörpum er veikur rökstuðningur fyrir lengingu náms grunn- og leikskólakennara um tvö ár. Eins að lögbundið verði að 2/3 hluti starfsmanna á leikskólum skuli hafa leikskólakennaramenntun þar sem önnur reynsla reynist oft vel og erfitt geti reynst að manna stöður á leikskólum verði þetta ákvæði sett í lög.

Þá er gagnrýnt að ákvæðið um símenntun skólastjórnenda og kennara í grunnskóla skuli ekki líka ná yfir annað starfsfólk skólanna eins og skólaliða og stuðningsfulltrúa. Það sé óviðunandi mismunun.

Vefur ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert