Hauge í miðpunkti norskra réttarhalda

Rune Hauge.
Rune Hauge.

Norski knatt­spyrnu­mannaum­boðsmaður­inn Rune Hauge, sem vænt­an­leg­ur er hingað til lands í dag  til að spila á Brids­hátíð, er í miðpunkti rétt­ar­halda, sem standa yfir í Ósló. Þar er Morg­an And­er­sen, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri knatt­spyrnu­fé­lags­ins Lyn m.a. ákærður fyr­ir að hafa falsað samn­ing við Níg­er­íu­mann­inn John Obi Mikel, sem um tíma lék með fé­lag­inu. 

Norska blaðið Af­ten­posten seg­ir, að til­kynnt hafi verið í morg­un, að Hauge myndi sjálf­ur mæta í rétt­ar­sal­inn í dag til að bera vitni en áður hafði verið talað um að hann myndi bera vitni gegn­um síma. Von var á Hauge til Íslands í gær vegna Brids­hátíðar en hann frestað för sinni hingað til lands og er nú vænt­an­leg­ur síðdeg­is. 

Hauge og fé­lag hans,  Li­bero/​Profile sports, munu hafa haft milli­göngu um að Mikel og þrír níg­er­ísk­ir fé­lag­ar hans kæmu til Nor­egs árið 2004. And­er­sen sagði í rétt­ar­saln­um í morg­un, að hann hefði upp­lifað þessi viðskipti Hauges sem hreina þræla­sölu.

Sam­kvæmt regl­um Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins, FIFA, er óheim­ilt að versla með leik­menn, sem eru frá þriðja heim­in­um og und­ir 18 ára aldri.

Þá sagði And­er­sen að Hauge og fé­lag­ar hans hefðu beitt hót­un­um. Sagðist hann hafa verið boðaður á fund til Hauge í apríl 2005. „Ég fékk að vita, að ef ég héldi fast við kröf­ur Lyn til Mikels þá ætti ég að sofa með skamm­byssu und­ir kodd­an­um það sem eft­ir væri dags­ins," sagði And­er­sen. Spurn­ingu lög­manns um hver hefði sagt þetta, svaraði And­er­sen, að það hefði verið Jack Kara­das, talsmaður Hauge.

And­er­sen sagðist sjálf­ur ekki hafa ótt­ast um líf sitt en haft áhyggj­ur af fjöl­skyldu sinni og látið lög­regl­una vita. Lög­regl­an gerði ekk­ert í mál­inu.

Full­yrt hef­ur verið, að þegar Mikel kom til Nor­egs hafi þegar verið búið að gera bak­samn­inga um að hann yrði seld­ur áfram til Chel­sea á Englandi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert