Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Viðskiptaþingi í dag að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að greiða fyrir þeim kjarasamningum á almennum markaði. Vísaði Geir í því sambandi sérstaklega til þess sem segir í stefnuyfirlýsingu hennar um lækkun á sköttum einstaklinga og fyrirtækja.
Í stjórnarsáttmálanum segir, að stefnt skuli að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin muni vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Þá skuli fyrirtæki búa við stöðugt og örvandi skattaumhverfi og á kjörtímabilinu verði leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki. Einnig verði kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virðisaukaskatts, i endurskoðað. og stimpilgjald í fasteignaviðskiptum afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa.
Ráðherrar hafa sagt, að aðgerðir til að lækka skatta þurfi að vera rétt tímasettar og falla að þeirri hagþróun sem sé í landinu á hverjum tíma.