Lögleg brot ef enginn sér?

Jón Heiðar Gunnarsson, handknattleiksmaður, sem leikur fyrir Stjörnuna í Garðabæ, varð í nóvember fyrir óþyrmilegu olnbogaskoti í andlitið, svokallaðri yfirfintu. Jón Heiðar hlaut meiðsl á heila og hefur verið frá keppni síðan.

Talsvert hefur verið rætt um bragðið, og segir á vefsíðu dómaranefndar HSÍ að sama bragð hafi sést nokkrum sinnum á nýafstöðnu Evrópumóti. Aðferðin hefur m.a. verið kölluð hið nýja „júgga bragð".

Dómarinn sá ekki brotið og var Jón Heiðar sjálfur dæmdur brotlegur. Jón Heiðar segist ósáttur við að dómarar hafi engin ráð til fyrir gróf brot að leik loknum, t.d. með því að skoða myndbandsupptökur.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

Blogg dómaranefndar HSÍ

Myndband Jóns Heiðars á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert