Markús Örn skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhúss

Þjóðmenningarhúsið.
Þjóðmenningarhúsið. Árvakur/Kristinn

For­sæt­is­ráðherra hef­ur veitt Guðríði Sig­urðardótt­ur lausn frá embætti for­stöðumanns Þjóðmenn­ing­ar­húss­ins frá 1. maí nk. að eig­in ósk. Þá hef­ur for­sæt­is­ráðherra flutt Markús Örn Ant­ons­son úr starfi sendi­herra í Kan­ada með samþykki ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og skipað hann í embætti for­stöðumanns Þjóðmenn­ing­ar­húss frá og með 1. sept­em­ber.

Guðrún Garðars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri og staðgeng­ill for­stöðumanns, mun gegna starfi for­stöðumanns til 1. sept­em­ber nk.

Markús Örn hef­ur starfað sem sendi­herra Íslands í Kan­ada frá 1. sept­em­ber 2005. Hann var út­varps­stjóri Rík­is­út­varps­ins 1985-1991 og svo aft­ur 1998-2005, borg­ar­stjóri í Reykja­vík 1991-1994, borg­ar­full­trúi í Reykja­vík 1970-1985, rit­stjóri tíma­rits­ins Frjáls verzl­un og fleiri tíma­rita hjá út­gáfu­fé­lag­inu Frjálst fram­tak hf. 1972-1983 og fréttamaður og dag­skrár­gerðarmaður við Sjón­varpið í ár­daga þess.

Markús Örn Ant­ons­son er kvænt­ur Stein­unni Ármanns­dótt­ur fv. skóla­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert