Matvöruverð hækkar stöðugt

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, birtir á vefsíðu samtakanna hugleiðingar sínar um verðhækkanir. „Birgjar innlendra sem innfluttra matvara hafa flestir hækkað verð á vörum sínum. Umræðan hér er sú sama og í nágrannalöndum okkar, matvöruverð snarhækkar, bara miklu meira hér á landi. Hver skyldi ástæðan vera, er einhver maðkur í mysunni?

Það er rík ástæða til að hvetja bæði birgja og smásala að reyna að mæta óhjákvæmilegum hækkunum með hagræðingu eins og þeir best geta. Það er undir engum kringumstæðum hægt að sætta sig við að þessir aðilar nýti sér verðhækkunarskriðuna til að hækka álagningu sína í krónum talið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert