Meiðyrðamál gegn Kastljósi

Son­ur Jón­ínu Bjart­marz, fyrr­ver­andi ráðherra, og unn­usta hans hafa höfðað meiðyrðamál gegn Páli Magnús­syni út­varps­stjóra og fjór­um starfs­mönn­um Kast­ljóss.

RÚV greindi frá þessu í kvöld­frétt­um.

Stefn­end­ur telja að með um­fjöll­un Kast­ljóss um um­sókn stúlk­unn­ar um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar hafi verið brotið gegn æru og friðhelgi einka­lífs­ins.

Stúlk­an fer fram á 2,5 millj­ón­ir í miska­bæt­ur og son­ur ráðherr­ans eina millj­ón.

Kast­ljós held­ur því fram að stefn­an feli í sér kröfu um rit­skoðun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka