Meiðyrðamál gegn Kastljósi

Sonur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra, og unnusta hans hafa höfðað meiðyrðamál gegn Páli Magnússyni útvarpsstjóra og fjórum starfsmönnum Kastljóss.

RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum.

Stefnendur telja að með umfjöllun Kastljóss um umsókn stúlkunnar um íslenskan ríkisborgararétt og afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið brotið gegn æru og friðhelgi einkalífsins.

Stúlkan fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur og sonur ráðherrans eina milljón.

Kastljós heldur því fram að stefnan feli í sér kröfu um ritskoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert