Sextán ára á stolnum jeppa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti nýverið stuld á jeppabifreið í Hafnarfirði. Bifreiðinni hafði verið stolið fyrir utan heimili eigandans um nótt, en strax daginn eftir að kæran barst fékk lögreglan ábendingu um að sést hefði til þriggja ungra pilta á bifreiðinni í Áslandshverfi.

Eftir að lögregla grennslaðist fyrir um bifreiðina var rætt við ungan pilt. Kom upp úr krafsinu að þrír sextán ára piltar höfðu tekið jeppann, ekið honum um hverfi Hafnarfjarðar og í kjölfarið upp að Hvaleyrarvatni, þar sem bifreiðin festist í snjóskafli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert