Þórarinn flytur úr Laufási

Þórarinn Ingi Pétursson í Laufási hefur jörðina til 15. nóvember samkvæmt ákvörðun stjórnar prestssetra. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórarinn of snemmt að ákveða hvort hann myndi bregða búi en hann er með 600 fjár. Þórarinn kvaðst helst af öllu vilja geta farið annað með búskapinn, en varnarlínur sauðfjárveikivarna valda því að hann getur ekki flutt hvert sem er með kindurnar sínar.

Lárus Ægir Guðmundsson, formaður stjórnar prestssetra, sagði að Þórarinn hefði óskað eftir því við stjórn prestssetra að fá að sitja jörðina til loka sláturtíðar og að færanlegt hús sem hann býr í fengi að standa þann tíma. Lárus sagði að stjórn prestssetra hefði samþykkt að verða við þessu og að tímamörk miðuðust við 15. nóvember næstkomandi.

Lárus sagði að beiðnin hefði borist fyrir nokkrum dögum og stjórn prestssetra samþykkt hana síðastliðinn föstudag. „Ég veit ekki annað en að mál séu í góðum farvegi núna,“ sagði Lárus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka