Þrír ungir piltar ruddust inn í íbúð konu á níræðisaldri

Kona á níræðisaldri handleggsbrotnaði eftir að þrír ungir piltar ruddust inn í íbúð hennar í Reykjavík um helgina. Piltarnir munu hafa ruglast á íbúðum.

Málavextir eru þeir að piltarnir töldu sig eiga óuppgerðar sakir við stúlku sem þeir leituðu að. Þeir bönkuðu upp á hjá konu á níræðisaldri sem býr í blokk í Vogahverfi í Reykjavík og spurðu um stúlkuna. Konan neitaði að hleypa mönnunum inn, en þeir tóku orð hennar ekki trúanleg um að stúlkan væri ekki í íbúðinni. Þeir lögðust því á hurðina og ruddust inn. Við það datt konan og slasaðist. Hún var í framhaldi flutt á slysadeild og kom þá í ljós að hún var handleggsbrotin.

Lögregla kom á staðinn og handtók piltana. Þeir gáfu þá skýringu á því sem gerðist að um óviljaverk hefði verið að ræða og þeir hefðu bankað upp á hjá konunni fyrir mistök.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert