Eftir Elías Jón Guðjónsson og Þórð Snæ Júlíusson
Óvissa ríkir um hver muni setjast í borgarstjórastólinn þann 22. mars á næsta ári eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að sjá til hvort hann myndi setjast í hann.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir þetta sérkennilega upprifjun hjá Vilhjálmi og að ummæli hans sýni að hann vilji helst hverfa aftur til byrjunar októbermánaðar og selja REI.
„Ég er farinn að halda að Vilhjálmur hafi ekki lesið REI-skýrsluna fyrst hann er farinn að tala um það enn og aftur að selja REI, þegar það er þverpólitísk samstaða um það í borgarstjórn Reykjavíkur að selja fyrirtækið ekki. Þetta er sami vandi og við framsóknarmenn áttum við að glíma í fyrsta meirihlutanum þegar sjálfstæðismenn voru búnir að taka einhliða ákvörðun um að selja REI, sem við vorum ekki tilbúnir í. Sú niðurstaða sem kom fram í REI-skýrslunni er því mikill sigur fyrir okkur.“