Viðmiðunarverð á þorski og ýsu hækkað

Þorskur í kassa.
Þorskur í kassa. AP

Ákveðið hefur verið að hækka viðmiðunarverð á óslægðum þorski um 10% og  viðmiðunarverð á óslægðri ýsu um 5%. Þetta var ákveðið á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegamanna sem fram fór á mánudag. Breytingin tekur gildi 15. febrúar nk.

Þá var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á þorski um 8% og viðmiðunarverð á ýsu um 7% á fundi nefndarinnar, sem haldinn var 31. janúar sl. Verðbreytingin tók gildi 1. febrúar s.l.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert