ASÍ og SA á fundi

Frá fundinum í kvöld
Frá fundinum í kvöld Árvakur/Árni Sæberg

For­ystu­fólk ASÍ og Sam­taka at­vinnu­rek­enda sit­ur nú á fundi og ræðir um það sem ekki hef­ur verið út­kljáð í nýj­um kjara­samn­ing­um. Samn­ingsaðilar hafa kom­ist að sam­komu­lagi í meg­in­at­riðum og fela nýir samn­ing­ar m.a. í sér 38 þúsund króna hækk­un launataxta á samn­ings­tíma­bil­inu og 30 daga or­lof.

For­svars­menn aðild­ar­fé­lag­anna virðast bjart­sýn­ir á að hægt verði að ljúka samn­ing­um á næstu dög­um, en enn er óvíst hvernig aðkomu stjórn­valda að samn­ing­un­um verður háttað.

Aðild­ar­fé­lög ASÍ vilja að skatt­leys­is­mörk verði hækkuð til að bæta kjör þeirra lægst launuðu og hafa óskað eft­ir fundi með rík­is­stjórn­inni á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert