Bíllinn er byrði þung

Það hefur aldrei verið sérlega ódýrt að eiga og reka bíl en líklega er langt síðan það var eins óhagstætt og einmitt nú.

Verð á eldsneyti er líklega það sem brennur heitast á bíleigendum um þessar mundir. Eftir síðustu hækkanir er algengt verð á bensínlítra á þjónustustöðvum 142,9 krónur og lítri af dísilolíu kostar hvorki meira né minna en 147,40 krónur. Frá ársbyrjun 2006 hefur bensínið hækkað um 25% og þýðir að eldsneytiskostnaður á ári er um 40.000 meiri þegar miðað er við frekar eyðslugrannan bíl (10 lítrar/100 km) sem ekið er hóflega (15.000 km á ári). Fyrir mismuninn mætti fara í helgarferð til Kaupmannahafnar, 44 sinnum í bíó og leysa átta börn úr skuldaánauð með aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, svo nefnd séu dæmi.

Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur brugðist við þessu og sent erindi til fjármálaráðherra og forsætisráðherra þar sem farið er fram á að álögur ríkisins á eldsneyti verði lækkaðar en af hálfu FÍB hefur verið bent á að um helmingur af verði eldsneytis séu skattar sem renna í ríkissjóð.

Fleira er bíleigendum mótdrægt. Samkvæmt vef Hagstofunnar hefur vísitala ábyrgðartrygginga hækkað um 32% frá árinu 2006 og vísitala húftrygginga – betur þekktar sem kaskótryggingar – hefur hækkað um 37%. Hækkun á kaskótryggingum verður að skoða í því ljósi að á árunum 2005 og 2006 var samtals 600 milljóna króna tap á þeim en á hinn bóginn varð rúmlega eins milljarðs króna hagnaður af lögbundnum ábyrgðartryggingum, þegar bótasjóðirnir hafa verið teknir með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert