Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær hollenskan karlmann í 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla tæpum fjögur hundruð grömmum af kókaíni innvortis til landsins um miðjan janúar. Að óbreyttu afplánar maðurinn á Íslandi.
Tuttugu og einn fangi af erlendu þjóðerni situr nú í fangelsum á Íslandi, þar af eru 12 ekki búsettir hérlendis.