Fjalla um gagntilboð SA

Forvarsmenn Starfsgreinasambandsins og Flóafélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara.
Forvarsmenn Starfsgreinasambandsins og Flóafélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara.

Forustumenn landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands sitja nú á fundum þar sem fjallað er um gagntilboð Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi en það tilboð er svar við hugmyndum, sem Alþýðusambandsforustan lagði fram í fyrradag.

Í hádeginu er gert ráð fyrir að kynna fjölmiðlum niðurstöðuna. Sterkar líkur eru taldar á að kjarasamningar gætu tekist á allra næstu dögum.

Í kvöld verður reynt að ljúka viðræðum um sameiginleg mál Alþýðusambandsins gagnvart atvinnurekendum og reiknað er með að á morgun hefjist viðræður við ríkisstjórnina um aðkomu hennar að samningamálunum.

Samhliða þessu eru einstök félög og sambönd að reyna að ljúka samningum um sérmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert