Gagnrýna áhrif háhýsa á umferð við Smárann

Fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins liggur tillaga um að reisa …
Fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins liggur tillaga um að reisa byggingar sem alls verða 195.000 fermetrar á Glaðheimasvæðinu.

Allt að níu háhýsi sem eru sambærileg turninum sem risinn er við Smáratorg í Kópavogi gætu risið þar, gangi tillögur sem nú eru í skipulagsferli og aðrar, sem enn eru á teikniborðinu, eftir, að sögn Guðríðar Arnardóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Áhyggjur vegna þeirra snúa fyrst og fremst að umferðarmálum.

„Ef allar þessar áætlanir ganga eftir verður þetta langþéttasta byggð á landinu,“ segir Guðríður. 25. febrúar næstkomandi tekur samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins ákvörðun um svæðisskipulag vegna Glaðheimasvæðis, en þar stendur til að byggingamagn verði 195.000 fermetrar. Samfylkingunni finnist ekki rétt að taka aðeins afstöðu til þessa einstaka reits enda liggi fyrir skipulag á tugum þúsunda fermetra í viðbót. „Svo vitum við að miklu meira er í farvatninu á Smárasvæðinu,“ segir Guðríður. Sem dæmi séu hugmyndir um 140.000 fermetra byggingarmagn sunnan Smáralindar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert