Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn formaður ÖBÍ

Hall­dór Sæv­ar Guðbergs­son var kjör­inn formaður Öryrkja­banda­lags Íslands á auka­fundi milli aðal­funda ÖBÍ sem hald­inn var síðdeg­is í dag. Hall­dór hef­ur verið formaður Blindra­fé­lags­ins frá 2005, einnig var hann formaður þess árin 1999-2001.

Hall­dór sem er fædd­ur 1971, er stúd­ent af fé­lags­fræðibraut MH 1993 og lauk íþrótta­kenn­ara­prófi frá Íþrótta­kenn­ara­skóla Íslands 1995. Að námi loknu hef­ur hann m.a., unnið sem íþrótta­kenn­ari, sundþjálf­ari hjá Íþrótt­fé­lagi fatlaðra, markaðsfull­trúi Blindra­fé­lags­ins og sinnt full­orðins­fræðslu fatlaðra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka