Matarútgjöld munu hækka

„Það er óhjá­kvæmi­legt að hlut­fall mat­vöru­inn­kaupa af út­gjöld­um heim­il­anna, sem hef­ur farið úr 20% niður í 11% á sl. fimmtán árum, muni aukast aft­ur á næst­unni.“ Þetta seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra stór­kaup­manna (FÍS), og bygg­ir þessa spá sína á því að verð á öllu lyk­il­hrá­efni til mat­væla­fram­leiðslu hafi hækkað um tugi pró­senta á umliðnum miss­er­um og sé enn á upp­leið.

Að sögn Andrés­ar fylg­ist fé­lagið mjög ná­kvæm­lega með hrávörumörkuðum er­lend­is sem gefi góða vís­bend­ingu um hvernig verð á hrá­efni til mat­vöru­fram­leiðslu muni þró­ast næstu mánuði. „Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars en áfram­hald­andi hækk­un­ar á öllu lyk­il­hrá­efni til mat­væla­fram­leiðslu,“ seg­ir Andrés og á þar við hrá­efni á borð við korn, maís, soja, syk­ur, kakó, te og kaffi. Seg­ir Andrés sök­um þessa ljóst að mat­væla­verð muni hækka í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð, bæði verð á inn­fluttri vöru sem og inn­lendri fram­leiðslu sem noti inn­flutt hrá­efni.

Aðspurður seg­ir Andrés þrjár megin­á­stæður fyr­ir hækk­un­un­um. Þær eru auk­in notk­un á maís til eldsneyt­is­fram­leiðslu, sí­auk­in vel­meg­un í Asíu og upp­skeru­brest­ur vegna af­brigðilegs veðurs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert