Ók út í Elliðaá

Réttindalaus ökumaður ók út í Elliðaá í gærkvöldi.
Réttindalaus ökumaður ók út í Elliðaá í gærkvöldi. mbl.is/Július

Ungur ökumaður á leið austur Bústaðaveg í Reykjavík ók fólksbíl þvert yfir Reykjanesbrautina, ók út af veginum og fór beint af augum niður í Elliðarárdalinn og endaði bílferðin ofan í Elliðaá. Lögregla fann síðan ökumanninn á gangi, kaldan og hrakinn við Tunguveg.

Ökumaðurinn sem er 21 árs var færður til aðhlynningar á slysavarðstofu á Borgarspítala. Óhappið varð um klukkan ellefu í gærkvöldi. Hann gistir nú fangageymslu og bíður yfirheyrslu en hann er grunaður um ölvunarakstur.

Ökumaðurinn mun hafa verið ökuréttindalaus er óhappið varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert