Orlof lengt í 30 daga

Frá samningafundi í húsi ríkissáttasemjara.
Frá samningafundi í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/RAX

Í samkomulagi landssambanda og stærstu aðildarfélaga ASÍ við Samtök atvinnulífsins sem nú er að mestu frágengið er m.a. kveðið á um lengingu orlofs í 30 daga.

Samkomulagið um launalið væntanlegra kjarasamninga beinist fyrst og fremst að því að hækka umtalsvert laun hinna lægst launuðu og þeirra sem degist hafa aftur úr í launaþróun á síðasta samningstímabili.

Þetta felur í sér hækkun lægstu launa verkafólks innan Starfsgreinasambandsins um rúmlega 32% á samningstímanum og nemur upphafshækkun lægstu launa um 16%.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert