Ræddu stöðu á fjármálamarkaði

Ráðherrar og forsvarsmenn fjármálastofnana á Ráðherrabústaðnum í dag.
Ráðherrar og forsvarsmenn fjármálastofnana á Ráðherrabústaðnum í dag. Árvakur/Kristinn

Samráðsfundur ríkisstjórnarinnar og aðila á fjármálamarkaði var haldinn í Ráðherrabústaðnum eftir hádegið. Að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, var á fundinum farið yfir stöðu mála á alþjóðlegum fjármálamarkaði og hvort ástæða væri til að fara í kynningarstarfsemi á íslensku efnahagslífi.

„Ég held að þetta hafi verið mjög gagnlegt. Við ræddum fjölmörg atriði sem skipta máli varðandi núverandi aðstæður, og ætlum okkur að vinna saman í framhaldinu. Það er mikilvægt að allir aðilar sýni vissa samstöðu eins og aðstæður eru núna. Til þess var þessi fundur hugsaður. Síðan munum við núna, hvor á sínum vettvangi, sjá til með það hvert framhaldið verður,“ sagði Geir við blaðamenn að loknum fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka