Salurinn sögufrægi í Nasa fái að halda sér

Skipulagsráð Reykjavíkurborgar ítrekaði í bókun á fundi sínum í gær þá afstöðu ráðsins að umsækjendur skoði leiðir til að tryggja að hinn sögufrægi salur í gamla Sjálfstæðishúsinu, sem nú tilheyrir Nasa, fái að standa í sem upprunalegastri mynd.

Tónlistarmenn og tónleikahaldarar, með Kára Sturluson fremstan í flokki, höfðu á síðustu dögum harðlega mótmælt hugmyndum eigenda um að salur Nasa yrði rifinn í tengslum við umfangsmiklar breytingar við Ingólfstorg og uppbyggingu þar. Fram hafði komið hugmynd um að endurreisa salinn í núverandi mynd neðanjarðar, en slíkt hugnaðist ekki tónlistarfólki.

Á fundi skipulagsráðs í gær var kynnt tillaga Björns Ólafs arkitekts um breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsenstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Í bókun skipulagsráðs um málið lýsir ráðið ánægju sinni með fyrirliggjandi tillögu þar sem vel hafi tekist til, sérstaklega varðandi samspil uppbyggingar og verndun þess sem fyrir er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert