Sló stjúpson sinn í andlitið

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fertugan karlmann í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá 10 ára gamlan stjúpson sinn í andlitið í tjaldútilegu í fyrrasumar. Drengurinn marðist á andliti og fékk blóðnasir.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn var mjög ölvaður þegar þetta gerðist og sagðist ekki muna eftir að hafa slegið drenginn. Einnig kom fram að samband mannsins og drengsins hafði oft verið stormasamt en drengurin er greindur ofvirkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka