Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru uppi hugmyndir um að rífa verslunarkjarnann við Smáratorg í Kópavogi og reisa háhýsi í hans stað. Ekki er talið líklegt að þetta verði gert í nánustu framtíð. Verslunarkjarninn við Smáratorg hefur verið starfræktur í áratug.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir, spurður um þetta, að manna á millum hafi verið rætt að rífa torgið og byggja háhýsi í nágrenni turnsins sem nýlega er risinn við Smáratorgið.

Ekki hafi þó komið fram tillaga frá eiganda um þetta og málið því ekki til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert