Undiralda útlendingahaturs

Redouane Naoui og Gunnar Hrafn Jónsson Café Victor
Redouane Naoui og Gunnar Hrafn Jónsson Café Victor Eggert Jóhannesson

Redoua­ne Na­oui er 36 ára gam­all karl­maður frá Mar­okkó, sem hef­ur verið bú­sett­ur á Íslandi í þrjú og hálft ár. Hann seg­ist hafa orðið fyr­ir tveim­ur al­var­leg­um lík­ams­árás­um hér á landi á þeim tíma vegna út­lend­inga­hat­urs.

Fyrra til­vikið átti sér stað í miðbæ Reykja­vík­ur í janú­ar­mánuði árið 2006 þegar þrír karl­menn á þrítugs­aldri réðust á hann og gengu í skrokk á hon­um á Lauga­veg­in­um.

„Þeir stoppuðu mig á Lauga­veg­in­um og skipuðu mér að tala ís­lensku. Þegar ég svaraði þeim á ensku létu þeir högg­in dynja á mér þar til lög­regl­an var kölluð til og hand­tók þá.“

Redoua­ne kin­beins­brotnaði í árás­inni og tenn­ur í hon­um brotnuðu, en hann kærði at­vikið til lög­reglu og að hans sögn hlutu þre­menn­ing­arn­ir dóm vegna máls­ins.

Hann var svo stung­inn með hnífi við Hafn­ar­stræti um síðastliðna helgi. Tveir karl­menn réðust á hann þar sem hann var stadd­ur ásamt ís­lenskri vin­konu sinni að bíða eft­ir leigu­bíl.

Bloggað um árás­ina

„Það virðist vera ein­hvers kon­ar undir­alda í gangi í sam­fé­lag­inu sem elur á út­lend­inga­h­atri. Þessi umræða hef­ur að minnsta kosti verið áber­andi á net­inu í þó nokk­urn tíma. Þetta er fá­menn­ur hóp­ur held ég, en hann er orðinn ansi há­vær,“ seg­ir Gunn­ar.

Redoua­ne flutt­ist hingað til lands á sín­um tíma frá Spáni ásamt ís­lenskri kær­ustu sinni sem hann síðan gift­ist og eignaðist barn með, en þau eru skil­in í dag. Hann seg­ist ít­rekað hafa orðið fyr­ir aðkasti vegna kynþátt­ar síns hér á landi.

„Það er mjög erfitt að vera út­lend­ing­ur á Íslandi. Ákveðinn hluti Íslend­inga vill ekki hafa okk­ur hérna og þegar maður fer niður í bæ er oft hrópað að manni hel­vít­is út­lend­ing­ur og eitt­hvað í þeim dúr. Þá lend­ir maður oft í því að manni sé hrint og sýnd önn­ur lít­ilsvirðing.“

Færi ef hann gæti

Í hnot­skurn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert