Annþór á leið austur

Annþór Kristján Karlsson
Annþór Kristján Karlsson

Annþór Kristján Karlsson kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í kvöld og hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann verður í kjölfarið fluttur í fangelsið að Litla Hrauni í kvöld.

Annþór strauk úr haldi lögreglunnar á Hverfisgötu í morgun með því að brjóta sér leið út um glugga þar sem hann var á svokölluðum fangagangi.

Tveir aðilar, karl og kona, voru svo handteknir síðdegis grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór við flóttann eftir að hann komst út úr fangelsinu. Karlinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu en konan á Suðurnesjum. Þau eru bæði laus úr haldi lögreglu.

Annþór, sem er 32ja ára, hefur verið í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnamál, en hann hafði komið inn til vistunar í fangageymslunni í gær að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum og fíkniefnadeildar ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert