Annþór kominn í leitirnar

00:00
00:00

Annþór Kristján Karls­son, sem strauk úr fanga­geymslu lög­regl­unn­ar við Hverf­is­götu í Reykja­vík í morg­un er kom­inn í leit­irn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um fannst Annþór í heima­húsi í Mos­fells­bæ skömmu fyr­ir klukk­an sex. Karl í sama húsi var sömu­leiðis hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn máls­ins. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um varð það fyrst og fremst öfl­ug rann­sókn­ar­vinna lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og á Suður­nesj­um í sam­vinnu við sér­sveit og toll­gæslu sem varð til þess að hann fannst.

Óskað verður eft­ir gæslu­v­arðhaldi yfir Annþóri í kjöl­farið og á lög­regl­an von á því að hann fari í fang­elsið að Litla Hrauni ef það geng­ur eft­ir. 

Annþór strauk í morg­un með því að brjóta sér leið út um glugga þar sem hann var á svo­kölluðum fanga­gangi. Tveir aðilar, karl og kona, voru svo hand­tekn­ir síðdeg­is grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór við flótt­ann eft­ir að hann komst út úr fang­els­inu. Karl­inn var hand­tek­inn á höfuðborg­ar­svæðinu en kon­an á Suður­nesj­um. Þau eru bæði laus úr haldi lög­reglu.

Lýst var eft­ir Annþóri í fjöl­miðlum og sagði í til­kynn­ingu frá lög­reglu að litið væri á sem svo að hann væri hættu­leg­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert