Fundi ráðherra og ASÍ lokið

Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í gærkvöldi.
Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í gærkvöldi. Árvakur/Árni Sæberg

Fundi fjög­urra ráðherra, Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, fé­lags­málaráðherra, og Árna M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra með for­ystu ASÍ var að ljúka. Í beinu fram­haldi hefst fund­ur ráðherra með for­ystu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Á fund­un­um er rætt um hvernig rík­is­stjórn­in komi að gerð kjara­samn­inga en í gær var gengið frá sam­komu­lagi um kjara­samn­inga á milli lands­sam­banda ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Sam­kvæmt því hækka lægstu laun á samn­ings­tím­an­um um 32%. Von­ast er til þess að skrifað verði und­ir nýja kjara­samn­inga um helg­ina ef ekk­ert óvænt kem­ur upp á.

Full­trú­ar ASÍ á fund­in­um voru hóf­lega bjart­sýn­ir að hon­um lokn­um en þeir fengu þau svör hjá rík­is­stjórn­inni að allt annað yrði sett til hliðar í dag og eft­ir há­degi hæf­ist vinna við að út­færa mögu­leg­ar leiðir sem hægt væri að fara í mál­inu. Eng­in sér­stök niðurstaða fékkst á fundi ASÍ og ráðherr­anna eða til­lög­ur nema já­kvæður vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að gera sitt. Hver aðkoma rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður mun vænt­an­lega skýr­ast síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert