Karl og Sævar með forustu á Bridshátíð

Spilað á Bridshátíð.
Spilað á Bridshátíð. Árvakur/Eggert

Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson hafa forustu í tvímenningi Bridshátíðar eftir fyrri dag. Þeir Karl og Sævar eru með 59,9% skor en á hæla þeim koma Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson með 59,3% skor. Þriðju eru Austurríkismennirnir Arno Lindermann og Tino Terraneo með 57,8% skor.

Í næstu sætum eru Frímann Stefánsson og  Rosemary Shaw  með  57,7%,  Hlynur Garðarsson og Kjartan Ásmundsson með 57,5%, Júlíus Sigurjónsson og Sveinn Rúnar Eiríksson með 57,2%, Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson með  57%,  Boye Brogeland og Simon Gillis með 56,8%,   Rune Hauge og Tor Helness með 56,5% og Kristján B. Snorrason og Jón Á Guðmundsson   með 56,4%.

Tvímenningsmótinu lýkur á Hótel Loftleiðum upp úr klukkan 19 í kvöld. Á morgun og sunnudag verður spiluð þar sveitakeppni. Hægt er að fylgjast með spilamennskunni á netinu.

Heimasíða Bridshátíðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert