Kópavogsbær tekur við rekstri leikskólans Hvarfs

Kópavogsbær hefur sagt upp þjónustusamningi við ÓB-ráðgjöf sem hefur í för með sér að fyrirtækið hætti rekstri leikskólans Hvarfs 30. apríl næstkomandi.

Bæjarráð Kópavogsbæjar staðfesti í gær afgreiðslu leikskólanefndar og fól fræðslustjóra, leikskólafulltrúa, bæjarlögmanni og starfsmannastjóra að hefja undirbúning að yfirtöku bæjarins á rekstri leikskólans í samræmi við afgreiðslu leikskólanefndar fyrr í vikunni, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert