Raunhæft að verðbólga náist niður segir Vilhjálmur Egilsson

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Raunhæfur möguleiki á að ná niður verðbólgu skapast með þeim kjarasamningum sem verið er að leggja lokahönd á. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi.

 Í samningunum felast engar almennar flatar launahækkanir og eru umsamdar hækkanir mjög sambærilegar við niðurstöður samninganna 22. júní 2006. Verðbólgan á síðari hluta árs 2006 lækkaði mjög í kjölfar þeirra samninga og á síðari árshelmingi var hraði verðbólgunnar kominn niður fyrir 3%. Engin ástæða er til annars en álykta að verðbólguhjöðnun í framhaldi af samningunum núna verði svipuð og á síðari hluta árs 2006.

Vefur Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert