Sögulegar byggingar við Ingólfstorg njóti sín betur

Tillaga Björns Ólafs arkitekts að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar við Ingólfstorg fékk góðar undirtektir á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í fyrradag.

Skipulagsráð lýsti ánægju með tillöguna í bókun sem gerð var á fundinum. Þar segir að vel hafi tekist til „sérstaklega varðandi samspil uppbyggingar og verndun þess sem fyrir er. Tillagan er vel unnin, í góðu samstarfi margra aðila og sýnir t.d. að öll eldri húsin á reitnum, eins og gamla sjálfstæðishúsið, Hótel Vík og Aðalstræti 7 fá að standa en þau áttu að fara samkvæmt fyrra skipulagi. Skipulagsráð er sammála um nauðsyn þess að nýta tillöguna til endurbóta á umræddu svæði, sérstaklega Vallarstræti, en ítrekar þá afstöðu sína að umsækjendur skoði leiðir til að tryggja að sögufrægur salur, sem nú tilheyrir Nasa, fái að standa í sem upprunalegastri mynd.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert