Útspil ríkisins nauðsynlegt

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir ljóst að ekki verði gengið frá kjarasamningum fyrr en ríkið leggi á viðunandi tillögur á borðið. Hann segir að á fundi samninganefnda ASÍ og ríkisstjórnarinnar, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í dag, hafi verið ákveðið að hefja praktíska vinnu milli aðila.

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins segist hafa fundið fyrir góðum vilja á fundinum og er bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar muni þokast í rétta átt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert