Víðtæk leit

00:00
00:00

Enn hef­ur ekk­ert spurst til Annþórs Kristjáns Karls­son­ar, 32 ára, sem strauk úr fanga­geymslu lög­regl­unn­ar við Hverf­is­götu í Reykja­vík liðna nótt. Víðtæk leit lög­reglu stend­ur yfir að strokufang­an­um og lýst hef­ur verið eft­ir hon­um, en Annþór er sagður hættu­leg­ur.

Annþór var hand­tek­inn ný­verið í tengsl­um við inn­flutn­ing á fimm kíló­um af fíkni­efn­um sem komu til lands­ins með hraðsend­ingu frá Þýskalandi í nóv­em­ber í fyrra. Annþór er einn af fjór­um sem úr­sk­urðaðir voru í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins.

Annþór, sem er 186 senti­metr­ar á hæð, var klædd­ur í hvít­an bol, blá­ar galla­bux­ur og er tal­inn vera í íþrótta­skóm. Hann er þrek­vax­inn og með ljóst hár. Lög­regl­an hvet­ur alla sem telja sig hafa upp­lýs­ing­ar um ferðir hans til að hafa sam­band í síma 800-1000 eða 420-1800

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert